Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala á þorrabjór fyrstu söluhelgina

27.01.2014

ÞorrabjórSala á þorrabjór hófst á bóndadaginn.  Sala fyrstu helgina þ.e. föstudag og laugardag var um 23 þús. lítrar sem er talvert meira en árið 2013 þegar salan fyrstu tvo söludagana var 15,7 þús. lítrar.  Söluaukningin þessa tvo fyrstu daga er því 45%. Í ár eru átta tegundir í boði en í fyrra voru þær fimm. Það er hugsanlega hluti skýringarinnar á þessari miklu söluaukningu. Mest var selt af Þorrakalda eða 8,7 þús. lítrar.

Heildarsala þorrabjórs í fyrra var 30,6 þús. lítrar og seldist tæpur helmingur heildarmagnsins fyrstu söluhelgina.

 

Þorrabjór