Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis jól og áramót

27.12.2013

Sala áfengis jól og áramótDagana 17. til 24. desember seldust 715,8 þúsund lítrar af áfengi en á sama tíma í fyrra seldust 680 þúsund lítrar.  Er aukningin því 5,3% á milli ára. Munar mestu í sölu á bjór en sala á bjór jókst á milli tímabila um 7,5%.  Samdráttur var í sölu á sterku áfengi um 2% en sala í léttum vínum var svipuð á milli ára.

Tölur í þúsundum lítra

Á tímabili komu 140 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar miðað við 132 þúsund í fyrra.  Munar því 6,2% á fjölda viðskiptavina milli ára. Sala á jólabjór frá 15. nóvember  til 24. desember í ár var 607 þúsund lítrar, en var á sama tímabili í  fyrra 559,5 þúsund lítrar.  Aukningin er því 8,5% á jólabjórnum.

Mikið annríki var í Vínbúðunum á  Þorláksmessu en þá komu 43.456 viðskiptavinir og þann dag voru seldir 230,8 þúsund lítrar af áfengi.  Þetta er mesti fjöldi viðskiptavina síðasta opnunardag fyrir aðfangadag ef horft er á tímabilið 2007 – 2013.

Fjöldi viðskiptavinasíðustu opnunardag fyrir aðfangadag

Sala í þúsundir lítra

30.desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins.  Að jafnaði koma um 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar á þeim degi.  Dreifingin er ekki jöfn yfir daginn og koma flestir viðskiptavinir milli klukkan 16 og 18.   Þegar mest er að gera fara um 125 viðskiptavinir í gegnum afgreiðslukerfi Vínbúðanna á hverri mínútu samfleytt í tvo klukkutíma.  Slíkur fjöldi er aðeins yfir afkastagetu afgreiðslukerfis Vínbúðanna og því má búast við röðum í stærstu Vínbúðunum í kringum þessa tíma.

Vínbúðirnar óska landsmönnum  farsældar á komandi ári!