Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný 3D forvarnarauglýsing um munntóbak

08.04.2013

Seturðu hvað sem er upp í þig?

Vínbúðirnar/ÁTVR  hafa  sett af stað nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er:  "Seturðu hvað sem er upp í þig?  Munntóbak er ógeð". Markmiðið er að stuðla að minni notkun neftóbaks á meðal ungs fólks  í samræmi við markmið laga og  stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð. 

Auglýsingunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóks og minna ungt fólk á að munntóbak er skaðlegt ekki síður en ógeðslegt. Í auglýsingunni er munntóbaki líkt við rusl til að vekja athygli á því að engum myndi detta í hug að hafa það langtímum saman í munninum. 

Auglýsingin er fyrsta íslenska auglýsingin sem framleidd er í þrívídd og verður hún sýnd í kvikmyndahúsum. Þannig er reynt að ná til ungs fólks, en ungir karlmenn eru í miklum meirihluta neytendur samkvæmt sem Landlæknisembættið gerði fyrri hluta árs 2012. Einnig verða birtar áminningar á netinu og ruslafötum komið fyrir á nokkrum stöðum, m.a. í bíóhúsum. 

Auglýsinguna má sjá á YouTube, hægt að slá inn (Vinbúðin – læturðu hvað sem er uppí þig) :  
í tvívídd eða í 3D.