Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

11.09.2012

Sala áfengis
Sala áfengis jókst um 1,6% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,2% en sala hvítvíns hefur aukist um 3,7%.  Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka og  blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman.  Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki rúm 57% á milli ára.  Ef eingöngu er litið á prósentubreytingu á milli ára sést að breytingin er mest í söluflokknum aðrar bjórtegundir.  Þar hefur salan aukist um 120% á milli ára.  Hafa ber í huga að heildarmagnið er lítið í samanburði við heildarmagnið eða tæpir 50 þúsund lítrar af þeim 12,5 milljón lítrum sem hafa verið seldir af áfengi á árinu. 

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

Salan í ágústmánuði er ekki samanburðarhæf við sölu síðasta árs þar sem sala verslunarmannahelgarinnar var í ágúst í ár en í júlí í fyrra.  Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman sést að salan í júní, júlí og ágúst er er eins og árið í heild með aukningu í lítrum um 1,6%.  

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

Sala tóbaks
Fyrstu átta mánuði ársins er samdráttur í sölu vindlinga um 4,1% í samanburði við árið í fyrra.  Á sama tíma er tæplega 36% aukning í sölu reyktóbaks og rúmlega 1% aukning í sölu neftóbaks. Hins vegar hefur sala á píputóbaki dregist saman um 18% og sala vindla hefur sömuleiðis dregist saman um 4%.

Sala tóbaks janúar til ágúst 2012