Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

07.08.2012

Verslunarmannahelgin í VínbúðunumSala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 7,6% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári.  Salan í þessari viku var reyndar óvenjulega lítil í fyrra og var til að mynda 11% minni árið 2011 en 2010.  Samtals seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 662 þúsund lítrar.  7,7% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, rúmlega 125 þúsund á móti 116 þúsund árið 2011. 

Athygli vekur að þrátt fyrir aukningu þessa vikuna í ár, var salan á föstudag og laugardag 8,5% minni í ár en í fyrra.  Þessa tvo daga seldust 317 þúsund lítrar í ár en sömu daga í fyrra seldust 347 þúsund lítrar.  Þrátt fyrir þennan samdrátt á milli ára er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi einn annasamasti dagur ársins í Vínbúðunum, en þetta árið komu 37.600 viðskiptavinir í Vínbúðirnar þann dag.

Í Vínbúðina í Vestmannaeyjum komu 1.940 viðskiptavinir föstudag og laugardag í ár, 8,8% færri en sömu daga í fyrra þegar heimsóttu 2.570 viðskiptavinir heimsóttu búðina.  Á Akureyri komu 4.759 viðskiptavinir sömu daga fyrir ári en 4.344 í ár eða 8,7% færri viðskiptavinir.  Til samanburðar má geta þess að 17,2% færri viðskiptavinir lögðu leið sína í Vínbúðirnar í Smáralind og Kringluna þessa daga í ár en í fyrra, en 5,4% fleiri komu við í Vínbúðinni í Austurstræti.

Ástæða þess að föstudagur og laugardagur voru með færri selda lítra í ár en í fyrra er sú að þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur voru umtalsvert söluhærri nú.  Munar þar mestu um miðvikudaginn (1.ágúst), sem var með 43,5% meiri sölu í ár en sama dag fyrir ári.  Fimmtudagurinn kom þar á eftir með 30,3% meiri sölu og þriðjudagurinn 15,4% söluhærri.