Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

7,6% aukning milli ára

25.11.2013

7,6% aukning milli áraJólabjórinn hefur nú verið í sölu í Vínbúðunum síðan 15.nóvember, en 211 þúsund lítrar seldust fyrstu tvær söluvikur jólabjórsins í ár.  Á sama tíma í fyrra seldust 196 þúsund lítrar.  Aukningin er því 7,6% á milli ára.


Söluhæstu tegundirnar eru Tuborg Christmas Brew með um 90 þúsund lítra eða 43% af heildarsölunni, Víking Jólabjór með 36 þúsund lítra eða 17% af heildarsölunni og
Jóla Kaldi með 22 þúsund lítra eða um 11% af heildarsölunni.

 

Steðji er sá jólabjór sem hefur mesta söluaukningu frá í fyrra með 365% aukningu, eða úr rúmum 890 lítrum í 3.260 lítra það sem af er sölutímabilsins.
 

Hér má sjá lista yfir jólabjórana sem til eru í Vínbúðum núna