Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala ársins 2008

07.01.2009

Sala ársins 2008 jókst um 4,2% í lítrum í samanburði við árið 2007.  Alls var selt áfengi fyrir 17.809 þús. kr. með virðisaukaskatti.

Sala hvítvíns jókst um 13,4% á tímabilinu og sala rauðvíns um 3,8%.

Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,3% og 6,5% á tímabilinu.

Sala ársins 2008


Ef desember er skoðaður sérstaklega þá voru seldir 2.120 þús. lítrar en í desember 2007 voru seldir 2.107 þús. lítrar sem er tæplega 1% aukning.

Fjöldi viðskiptavina í desember var um 420 þúsund eða um 5% fleiri en í desember 2007.

Alls komu 4,3 milljónir viðskiptavina í Vínbúðirnar á árinu, flestir í júlí um 445 þúsund.

Alls var selt tóbak fyrir 6.970 þús. kr. með virðisaukaskatti.  Alls voru seld 1.612 þúsund karton af sígarettum og 19.948 kíló af neftóbaki.

Hér má sjá sölutölur áfengis fyrir árið 2008