Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks janúar - ágúst

09.09.2014

Sala áfengis jókst um 2,7% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 3,3% og léttvíni um 1,2% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,3%.  Sala áfengis og tóbaks janúar - ágúst

Í einstaka vöruflokkum var samdráttur í sölu á rauðvíni og hvítvíni í samanburði við sama tímabil í fyrra á meðan sala á lagerbjór jókst um 2,6%.

Sala áfengis og tóbaks janúar - ágúst

 

 

 

 

 

 


Sala júlí og ágúst er tekin saman því sala um verslunarmannahelgi hefur mikil áhrif á sölu og samanburð þessara mánaða. Sala tímabilsins er 0,5% meiri í ár en í fyrra. Samdráttur er í sölu í söluhæstu vöruflokkunum svo sem lagerbjór, rauðvíni og hvítvíni. Hins vegar eykst sala á blönduðum drykkjum um tæp 21%. 

Sala tóbaks
Fyrstu átta mánuði ársins var aukning í sölu neftóbaks um 25%.  Sala vindlinga jókst um 2,6% og reyktóbaks um 3%. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um tæplega 4%.

Sala tóbaks