Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

„Verslunarmannahelgi“ í Vínbúðunum

04.11.2008

Verslunarmannahelgi“ í VínbúðunumFöstudaginn 31. október komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir  í Vínbúðirnar sem er nánast sami fjöldi og kom 1. ágúst síðastliðinn sem var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.

 

Í krónum var áfengissalan tæplega 319 milljónir.  Sama dag var tóbakssala um 78 milljónir. Heildarsala ÁTVR 31. okt. var  397 milljónir en til samanburðar var salan  föstudagurinn fyrir síðustu verslunarmannahelgi 387 milljónir.  Salan var tæplega þrefalt meiri en
á  „hefðbundnum“ föstudegi í október.

 

Á hefðbundnum föstudegi eru meðaláfengiskaup viðskiptavinar um 4.200 krónur en föstudaginn 31. október voru meðalkaupin hins vegar 7.200 krónur.