Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR

02.04.2013

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR

Mjög góð afkoma hjá ÁTVRHagnaður ÁTVR á árinu 2012 var 1.340  milljónir króna.  Á árinu jókst sala áfengis í fyrsta sinn frá árinu 2008.  Salan jókst um 0,54% í lítrum talið á milli áranna 2011 og 2012.  


Almennt var samdráttur í sölu tóbaks á árinu 2012, að reyktóbaki undanskildu en þar er aukning um 12%.  Sala neftóbaks dróst saman um 4,9% og sala á vindlingum (sígarettum) um tæp 3%. 

 
Heildartekjur voru 26,6  milljarðar, þar af voru tekjur af sölu áfengis 17,8 milljarðar og tekjur af sölu tóbaks 8,7 milljarðar. Gjöld námu alls 25,2 milljörðum, þar af var vörunotkun 22,6 milljarðar.  Alls greiddi ÁTVR 1.050 millj. kr. í arð til ríkissjóðs.


Árið 2008 þegar salan í lítrum fór hæst voru seldir 20.387.345 lítrar. Árið 2012 voru seldir 18.537.255 lítrar eða rúmlega 9% færri lítrar en árið 2008.
Viðskiptavinir Vínbúðanna eru ánægðir með þjónustuna, en Vínbúðirnar voru þriðja árið í röð með hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni í hópi smásölufyrirtækja.  Jafnframt voru Vínbúðirnar með næst hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru.


Mjög góð afkoma hjá ÁTVR