Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný gerð plastpoka

28.06.2012

Ný gerð plastpokaVínbúðirnar hafa nú sett nýjan plastpoka í umferð.  Á undanförnum árum hafa umbúðir áfengis breyst talsvert  m.a. er algengara að bjór sé seldur í magnpakkningum og rauðvín og hvítvín í kössum.  Þessar umbúðartegundir kalla síður á plastpokakaup en vín í flöskum.  Því var ákveðið að hanna nýja poka sem ætlað er að henta vel því magni sem flestir viðskiptavinir eru að kaupa í hverri  ferð. Pokinn er tilraunaverkefni sem spennandi er að sjá hvernig gengur og vonum að viðskiptavinir fagni plastpokum sem henta vörunni betur.

Pokinn inniheldur minna plast og er því umhverfisvænni.  Enn umhverfisvænni kostur eru margnota pokar sem eru til sölu í Vínbúðunum. Við hvetjum viðskiptavini til að hugsa um umhverfið og nýta sér þann valkost frekar en kaupa plastpoka .