Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu annað árið í röð

23.02.2012

Íslenska ánægjuvoginnÍ morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í þrettánda sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Starfsfólk Vínbúðanna er stolt af þessum árangri og þakkar viðskiptavinum góðar viðtökur.

Á myndinni má sjá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra hjá Vínbúðunum, taka við viðurkenningu úr hendi Gunnhildar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Ljósmyndari: Geir Ólafsson