Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Minna selt af áfengi

06.02.2012

Minna selt af áfengi Sala á áfengi er 2,3% minni í janúar í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Í lítrum talið er munurinn 25 þúsund lítrar.  Samdráttur í sölu er talsvert meiri í bjór en léttvínum.   Þannig dróst sala á bjór saman um 3% á meðan rauðvín og hvítvín dragast saman minna en 1%. 

 

Ef litið er lengra aftur í tímann og salan í janúar í ár borin saman við söluna fyrir tveimur árum þ.e. 2010 þá seldust tæplega 8% færri lítrar í ár.  Ókryddað brennivín og blandaðir drykkir hafa dregist verulega saman en athygli vekur að nú er selt tæplega 5% meira af hvítvíni en fyrir tveimur árum en minni munur er á sölu rauðvíns en nú er selt tæplega 1% meira af rauðvíni en árið 2010.

Minna selt af áfengi