Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pantaðu vínið þitt

10.09.2007

Pantaðu vínið þittMikið er lagt upp úr fjölbreyttu vöruúrvali í Vínbúðum og nú fást þar vín frá öllum heimshornum. Í hillunum eru ágætir fulltrúar helstu vínhéraða í heimi. Oft koma óskir um önnur vín en til eru í Vínbúðunum og höfum við sérpantað slík vín fyrir þá sem óska eftir því. Við könnum hvort vínið sé til hjá innflytjanda og ef svo er þá pöntum við tegundina og sendum hana í umbeðna vínbúð. Auðvelt er að nálgast vínið þar og er enginn aukakosnaður lagður á sérpantanir. Ekki hika við að kanna hvort við getum sérpantað fyrir þig ef þú finnur ekki þína tegund í Vínbúðinni þinni, en einnig er hægt að senda tölvupóst á veisluvín@vinbud.is.