Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2012

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, fimmtudag. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli, en í ár er von á 21 tegund í sölu (auk annarrar jólavöru). Mikið kapp hefur verið lagt á að dreifa jólabjórnum í Vínbúðir þannig að sem flestar tegundir séu fáanlegar við upphaf sölutímabilsins. Dreifingin ræðst hins vegar af því magni sem fáanlegt er frá framleiðanda eða innflytjanda. Flestar tegundir eru nú þegar komnar í dreifingu en ef vara er ekki fáanleg þá er von á henni á næstu dögum.

Til að finna hvaða tegundir af jólabjór eru í sölu smellir þú á Vöruleit og hakar við „Tímabundið í sölu“. Til að finna hvar þín tegund fæst, smellir þú á viðkomandi vöru og færð þá gefið upp í hvaða Vínbúðum hún er til.