Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

2004 metár í kampavíni

14.01.2005

Árið 2004 var metár í kampavínsframleiðslu. Samkvæmt frétt á vef Berry Bros & Rudd (bbr.com), verður framleiðslan nú um 380 milljón flöskur. Þar með er metið slegið frá árinu 1999 en þá voru 334 milljónir flaskna framleiddar.

Veðráttan 2004 skapaði kjöraðstæður til vínræktunar, engin óæskileg vorfrost, tiltölulega svalt sumar og heitur, sólríkur september eru ástæðan fyrir mikilli og góðri uppskeru.  2003 kom óheppilegt frost í apríl og hitabylgja um sumarið og það kom niður á uppskerunni.  Helstu kampavínsframleiðendur eru á einu máli að gæði uppskeru nýliðins árs sé að öllu jöfnu góð.