Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýtt Vínblað!

12.06.2013

Vínblaðið - júní

Nú er sumarlegt og spennandi Vínblað komið í Vínbúðirnar. Meðal efnis að þessu sinni eru girnilegar grilluppskriftir frá Grillmarkaðnum, mikill fróðleikur um Rioja héraðið á Spáni, en í júní og júlí eru einmitt Rioja þemadagar í Vínbúðunum, ljúffengir sumarkokteilar, grein um rósavín, umfjöllun um nýja herferð gegn munntóbaksneyslu ungmenna, auk þess sem þrír vínráðgjafar velja vín með spennandi lúðurétti. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum og einnig er hægt að fletta því hér á vefnum. Njótið vel!