Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn kominn í sölu 2014

14.11.2014

Jólabjórinn kominn í sölu 2014Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, föstudaginn 14. nóvember. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag.  Að þessu sinni verða 34 vörunúmer (29 tegundir) í sölu.  

Best er að nýta vöruleitina til að sjá hvaða tegundir eru í boði og í hvaða Vínbúðum þær fást. Leitað er eftir bjór og hakað í reitinn „tímabundin sala“ sem er að finna neðst í leitarvélinni (táknað með klukku). Þá kemur upp listi jólabjórtegunda. Með því að smella á nafn vörunnar er síðan hægt að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst og hvaða magn er til hverju sinni.

Hér er hægt að sjá lista  yfir þær tegundir jólabjóra sem eru í sölu.