Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR hlýtur gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

25.06.2013

 

Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

ÁTVR hefur hlotið Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið. Jafnlaunaúttektin greinir upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem mest hafa áhrif á laun svo sem menntun, aldur, starfsaldur, starfaflokk og vinnustundir. Til að hljóta Gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun. Í niðurstöðum úttektarinnar er hlutfall hjá ÁTVR talið óverulegt og ekki hægt að greina að ÁTVR sé að greiða kynjunum mismunandi laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR er stolt af árangrinum og lítur á hann sem viðurkenningu á þeirri jafnréttishugsun sem er hluti af mannauðsstjórnun fyrirtækisins.