Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Annir fyrir verslunarmannahelgi

25.07.2008

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein af annasömustu vikum ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 108 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þessari viku. Meðaltal fjögurra vikna þar á undan var 83 þúsund viðskiptavinir og aukningin því um 30%. Alls voru seldir 698 þúsund lítrar af áfengi í vikunni og greiddu viðskiptavinir 440 milljónir króna fyrir. Þar af var bjór um 544 þúsund lítrar eða 78% af því magni sem selt var sem er það sama og árshlutfallið.
Almennt er mest að gera í Vínbúðunum á föstudögum og koma flestir viðskipavinanna á milli kl. 15 og 18. Þar er þessi vika engin undantekning. Þannig komu tæplega 50% af 38 þúsund viðskiptavinum föstudagsins 3. ágúst 2007 á milli kl. 15 og 18 eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir.
Vínbúðirnar munu leggja sérstaka áherslu á skilríkjaeftirlit á næstu vikum. Af því tilefni verða á næstunni birtar auglýsingar sem hvetja viðskiptavini til að hafa skilríki meðferðis.

Annir fyrir verslunarmannahelgi