Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skoðunarkönnun á vinbud.is

28.01.2004

Nú geturðu tekið þátt í skoðunarkönnun á vinbud.is. Þar eru tuttugu spurningar sem þátttakendur eru beðnir um að svara sem m.a. varða smekk, neysluvenjur og álit á þjónustu og úrvali vínbúða ÁTVR.

Í vínbúðum okkar er mikil áhersla lögð á að þjónustan verði sem best og getur þátttaka í könnuninni gefið okkur vísbendingar um hvað má betur gera.

Markmiðið er því að kynnast viðskiptavinum okkar betur svo við getum komið betur til móts við þarfir þeirra.

Þeir sem taka þátt í könnuninni fara í lukkupott og eru góð verðlaun í boði. Það er kvöldverður að andvirði 20 þúsund krónur á veitingahúsi að eigin vali.