Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótin

31.10.2008

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótinVerðlagningu vegna verðbreytinga áfengis 1. nóvember næstkomandi er lokið og mun áfengi hækka að meðaltali um 5,25% um þessi mánaðamót. Verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum.

 

Gengisbreytingar undanfarið hafa ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við. Ástæðan er sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningaprósenta ÁTVR óbreytt.