Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn væntanlegur 15. nóvember

24.10.2012

Jólabjórinn vinsællMargir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast fimmtudaginn 15. nóvember.
Á síðasta ári seldust ríflega 500.000 lítra af jólabjór í Vínbúðunum, mest seldi jólabjórinn (vörunúmer) var Víking á 500 ml dós, af honum seldust 59.700 lítrar. Skammt á eftir kom Kaldi á 330 ml flöskum með tæplega 59.200 lítra sölu. Í þriðja sæti var Tuborg Christmas í 330 ml dós með um 53.000 lítra sölu. Söluhæstur í lítrum var þó Tuborg Christmas bjórinn sem kom í 330 ml flösku og einnig  330 ml og 500 ml dós. Samanlögð sala á Tuborg Christmas í fyrra var um 145.300 lítrar en Víking kom næstur með um 137.500 lítra samanlagða sölu í 330 ml flösku, 330 ml og 500 ml dósum.