Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný skýrsla um tóbaksneyslu á Íslandi

04.07.2012

Ný skýrsla um tóbaksneyslu á ÍslandiEmbætti Landlæknis hefur birt ítarlega skýrslu um tóbaksneyslu á Íslandi. Könnunin var símakönnun framkvæmd í mars og apríl 2012 sjá frétt á vef Embættis Landlæknis

Í fréttabréfi landlæknis Talnabrunni sem fjallar um könnunina kemur fram að 1,9% karla taka daglega í nefið og 3,1% sjaldnar en daglega. Hlutfallslega fleiri taka tóbak daglega í vörina eða 3% og 1% tekur sjaldnar en daglega.

Neysla reyklauss tóbaks er afar mismunandi eftir aldri og eftir því hvort notkun er í nef eða vör. Dagleg notkun karla á tóbaki í nef er hæst í aldurshópnum 35–44 ára eða 7% en 4% þess aldurshóps notar tóbak í vör daglega.

Langhæst er tíðni notkunar á tóbaki í vör í yngsta aldurshópnum 18–24 ára. Í þessum aldurshópi nota 15% tóbak í vör daglega en 4% nota tóbak í vör sjaldnar en daglega. Tölfræðilega marktækur munur er á tíðni milli aldurshópa. Einungis 1% 45 ára og eldri nota tóbak í vör.
Út frá niðurstöðum um magn tóbaksnotkunar og þróun á sölu neftóbaks má ætla að á bilinu 70–80% af framleiðslu ÁTVR á íslensku neftóbaki sé notaður í vör.