Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gullvottun

23.09.2016

Hjólavottun vinnustaða er nýjung á Íslandi en viðurkenningar voru afhentar í fyrsta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 20.september.

Vottunin er tæki til að markvisst innleiða bætta hjólreiðamenningu. Með þessum hætti eru vinnustaðir hvattir til að bæta aðbúnað fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi.

Vinnustaðirnir sem fengu vottun að þessu sinni eru Vínbúðin, Vörður, Landspítalinn og Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.  Vinnustaðir eru flokkaðir í þrjá flokka, þ.e. gull, silfur eða brons, eftir því hve hjólreiðavænir þeir eru. Vínbúðin fékk gullvottun og er um leið fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að fá slíka vottun en aðrir fengu silfurviðurkenningar.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri veittu verðlaununum viðtöku.


Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum hjolavottun.is.