Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ársskýrsla 2015 komin út

10.06.2016

Ársskýrsla ÁTVR 2015 er komin út, nú í fyrsta skipti á rafrænu formi.  Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Skýrsluna má hér nálgast í heild sinni

Hagnaður ÁTVR var 1.221 m.kr. í samanburði við 1.288 m.kr. árið 2014. Rekstrartekjur ársins voru 29.395 m.kr. Rekstrargjöld námu 28.163 m.kr. Þar af var vörunotkun 25.027 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.410 m.kr. eða 4,8% miðað við 5,2% á fyrra ári. Arðsemi eiginfjár á árinu var 27,2%.

Tekjur af sölu áfengis voru 19.773 m.kr. og hækkuðu um 3,7% á milli ára. Alls voru seldar 19,6 milljónir lítra af áfengi sem er 2% meira magn en árið áður.  

Sala ársins var 2% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala á sterku áfengi (>22% alk.) jókst um 3,9% en sala á léttvíni (<=22% alk.) jókst um 1,4% og á bjór um 2,1%. 
Tekjur af sölu tóbaks jukust um 0,1% á milli áranna 2014 og 2015 og voru 9.530 m.kr.

Sala á vindlingum (sígarettum) dróst saman í magni á milli ára um 1,9%, sama má segja um sölu á vindlum en þar var samdrátturinn 4,6%. Hins vegar jókst sala á neftóbaki um 9,9% og það sama má segja um reyktóbak, þar jókst salan um 1,4% á milli ára.