Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala ársins 2004 í lítrum

07.01.2005

Sala áfengis í lítrum jókst um 7,9% á milli áranna 2004 og 2003, fór úr 14,7 milljón lítrum í 15,9 milljónir lítra.  Söluaukning ársins 2004 miðað við fyrra ár eru því rúmar 1,1 milljónir lítra.

Ef sala á rauðvíni, hvítvíni, rósavíni og freyðivíni er lögð saman við sölu bjórs sést að samanlagt eru þessir flokkar með tæp 93% af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið.

Til samanburðar var söluaukning í magni á milli áranna 2003 og 2002 um 4,1%. (úr 14,2 milljónum lítra í 14,7 milljónir lítra).

Meðfylgjandi tafla sýnir sölu áranna 2004 og 2003 í magni eftir flokkum: