Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Úrval umhverfisvænna poka

24.04.2015

Vínbúðirnar bjóða upp á nokkrar tegundir af umhverfisvænum pokum enda kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna.  Samfélagsábyrgð skiptir Vínbúðirnar miklu máli og höfum við stolt tekið þátt í umhverfisábyrgð meðal annars með því að stuðla að því að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum.  Nýjasta viðbótin hjá Vínbúðunum í þessari flóru, en fyrstu pokarnir fóru í sölu í lok októbermánaðar, eru maíspokarnir en þeir eru úr 100% niðurbrjótalegum lífrænum efnum og valda ekki mengun í lífríkinu.  Pokinn brotnar niður á nokkrum mánuðunum.

 Í nýjasta tölublaði Vínblaðsins er grein eftir Dofra Hermannsson, verkefnisstjóra markaðsmála hjá Íslenska gámafélaganum, þar sem hann ræðir um maíspokann, stöðu hans og framtíð.