Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðirnar fagna framtakinu Plastpokalaus laugardagur

28.08.2013

Umhverfisvænn poki

Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Til að fylgja stefnumörkuninni eftir er lögð áhersla á margnota umbúðir. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Á síðasta ári seldust rúmlega 15 þúsund margnota burðarpokar. Á síðasta ári seldu Vínbúðirnar 1.873 þúsund plastpoka, eða tæplega 6 poka á hvern landsmann. Heildarnotkun Íslendinga er 50 milljónir plastpoka eða 156 plastpokar á ári á hvern landsmann og eiga Vínbúðirnar því um 4% af heildarmagni plastpoka sem seldir eru árlega.

En burðarpokar úr plasti eru vinsælir hjá viðskiptavinum þó þeim fylgi sóun og mengun. Til að koma til móts við umhverfið og viðskiptavini voru nýir plastpokar teknir til reynslu í sumar. Þeir eru úr svokölluðu MD efni sem hefur styttri niðurbrotstíma en eldri pokar og hafa þeir komið ágætlega út.

Mætum með margnota burðarpoka á laugardaginn og hjálpumst að við að skapa plastpokalausa framtíð!

Plastpokalaus laugardagur