Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks árið 2012

02.01.2013

Áfengi
Sala í desember var 2,2% minni en sama mánuð í fyrra. Vikan fyrir áramót er jafnan ein annasamasta vika ársins og er árið í ár engin undantekning. Dagana 27. – 31. desember voru seldir 513 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 2% meira en sömu daga í fyrra. Í ár bar 30. desember upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Mikið var að gera á gamlársdag og víða mynduðust langar biðraðir en þá komu 29.700 viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 7,1% meira en 2007 en þá var einnig lokað 30. des.   Á gamlársdag voru seldir tæplega 143 þúsund lítrar af áfengi en til samanburðar voru seldir tæplega 64 þúsund lítrar í fyrra. 
Á árinu 2012 voru seldir 18,5 milljón lítrar af áfengi sem er 0,54% meira en árið 2011 en þá voru seldir 18,4 milljón lítrar. Undanfarin þrjú ár, þ.e. 2009 – 2011, hefur sala áfengis hins vegar dregist saman og til að mynda dróst sala áfengis saman um 2,66% á milli áranna 2010 og 2011.  Ef litið er lengra aftur þá var sala áfengis 2008 20,3 milljón lítra, sala ársins 2012 er því um 9% minni en það ár.

Áfengi

Á heildina litið jókst sala léttvíns um 3,3% og bjórs um 0,3%, hins vegar var samdráttur í sölu á sterku áfengi um 5,3%.
Alls komu 4.230 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar á árinu 2012 í samanburði við 4.188 þúsund árið áður.

Tóbak
Almennt er samdráttur í sölu tóbaks á árinu 2012 að reyktóbaki undanskildu, þar er aukning um 12%.  Sala neftóbaks dóst saman um 4,9% og sala á vindlingum (sígarettum) um tæp 3%.  Í desember var hins vegar aukning á sölu vindlinga um rúm 9% og sala reyktóbaks jókst um 4,6%. 

Tóbak