Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn vinsæll

23.11.2012

Á þeirri rúmu viku sem jólabjórinn hefur verið í sölu í Vínbúðunum hafa verið seldir um 140  þús. lítrar sem er 12% meira magn en á sambærilegu tímabili í fyrra þ.e. 15. – 22. nóvember.

Mest hefur verið selt af Tuborg Christmas Brew eða tæplega helmingur  af því magni sem selt hefur verið.  Sumar tegundir sem komu í takmörkuðu magni hafa vakið mikla athygli.  Þar er líklega Giljagaur fremstur í flokki en sú tegund er nú nánast uppseld í Vínbúðunum og ófáanleg frá framleiðenda. Það sama má segja um  Gæðing, jólabjór frá Ölvisholti og Mikkeller Red White Christmas sem líklega verða uppseldar fljótlega þar sem ekki er hægt að fá meira magn frá framleiðanda eða innflytjanda. Aðrar tegundir eru til og þær vinsælustu  þ.e. Tuborg, Víking Jólabjór og Kaldi í talsvert miklu magni.

Jólabjórinn vinsæll