Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Búist við annríki í Vínbúðunum

30.07.2012

Búist við annríki í VínbúðunumVikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum.  Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. 

Til samanburðar komu að meðaltali um 98 þús. viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí sl.  Í fyrra seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgina en meðalsala á viku í júlí er um 449 þúsund lítrar.  Salan í vikunni fyrir verslunarmannahelgina er því  um 47% meiri en sala í meðalviku í júlí.
 
Reynslan sýnir að flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðina föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi sem er einn annasamasti dagur ársins.  Flestir  viðskiptavinir koma á milli  klukkan 16 og 18 eða allt að 7 þús. viðskiptavinir á klukkustund.
 
Flest bendir til þess að viðskiptavinafjöldi fyrir verslunarmannahelgi nú verði svipaður og í fyrra og er undirbúningur í fullum gangi til að hægt verði að taka vel á móti viðskiptavinum.

Í Vínbúðunum er opið er samkvæmt venju um verslunarmannahelgina á föstudegi og laugardegi en lokað sunnudag og mánudag.