Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Salan fyrstu 6 mánuðina

02.07.2012

VínglasSala áfengis jókst um 2,9% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,8% og hvítvíns um 6,4% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um rúmlega 3%.  Sala á ávaxtavínum hefur aukist um tæp 50% það sem af er ári.  Hins vegar hefur dregið úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka. 

Sala júnímánaðar er 7,9% meiri í lítrum nú en í júní í fyrra.  Ólíklegt er að söluaukninguna sé hægt að rekja til EM í fótbolta eða fjölda sólskinsstunda í Reykjavík. Líklega er skýringin frekar sú að í júní í fyrra voru fjórar helgar þ.e. föstudagar og laugardagar, en í ár voru helgarnar fimm.   Langflestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum sem sést greinilega ef sala síðustu viku er skoðuð þ.e. dagarnir 25. – 30. júní. Alls voru seldir 440 þús. lítrar,  þar af voru seldir 259 þús. lítrar á föstudag og laugardag eða tæp 60%. 

 

jan - júní