Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR og UN Global Compact

15.06.2012

ÁTVR og UN Global CompactÁTVR hefur nú gerst aðili að UN Global Compact sem og undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum sameinuðu þjóðanna og innleiða þær inn í vörukaupaferli fyrirtækisins.

 

Í því fellst að ÁTVR gerir kröfu um að vörur sem birgjar bjóða upp á séu í samræmi við sáttmálann sem kveður á um afnám barnaþrælkunar, virðingu mannréttinda, aðbúnað á vinnustað, umhverfismál og varnir gegn spillingu.

 

Með undirrituninni skuldbindur ÁTVR sig til að fylgja reglunum og að stefna, starfshættir og vörukaupaferli fyrirtækisins taki mið af þeim. Árlega mun ÁTVR gera grein fyrir árangri og/eða verkefnum sem styrkja meginreglurnar 10, eins og fyrirtækjum er gert að gera. Global Compact er ákall til fyrirtækja um allan heim um að taka þátt í að búa til ramma um samfélag og umhverfi sem tryggir opna og frjálsa markaði sem allir hafi jafna möguleika á að njóta.

 

Global Compact eru stærstu samtök á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Í dag eru um 8.000 þátttakendur, þar af 6.000 fyrirtæki í 135 löndum, sjá nánar:  http://www.unglobalcompact.org.