Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslunarmannahelgin nálgast

21.07.2023

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi, en flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. Í einstaka tilfella þarf að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum. 

Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega! Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.

Fyrir þá sem vilja nýta sér Vefbúðina og fá vörurnar sínar sendar í næstu Vínbúð, er um að gera að panta tímanlega, þar sem sendingar geta tekið allt að viku að berast. Við minnum viðskiptavini einnig á að það flýtir fyrir að hafa skilríkin tilbúin, hvort sem um er að ræða að sækja vefbúðarpöntun eða afgreiðslu við kassa.

Í Vínbúðunum er opið samkvæmt venju um verslunarmannahelgi á föstudag og laugardag en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna, 7. ágúst).

Hér er hægt að sjá nánar opnunartíma allra Vínbúða.