Frábært starfsfólk er grunnur að góðum árangri. Við viljum eftirsóknarverðan vinnustað þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Áhersla er lögð á að starfsfólk geti vaxið í starfi og aflað sér þekkingar sem stuðlar að starfsánægju og framúrskarandi þjónustu.
Starfsumhverfi
Við sköpum eftirsóknarverðan vinnustað þar sem velferð starfsfólks er höfð að leiðarljósi.
Við líðum ekki mismunun og starfsfólk nýtur jafnréttis og virðingar. Við leggjum áherslu á skilvirka verkferla, markvissa miðlun upplýsinga og samvinnu. Stjórnendur eru fyrirmynd og byggja upp jákvætt starfsumhverfi sem leiðir til árangurs í rekstri. Launasetning er í samræmi við jafnlaunastefnu.
Þekking
Við miðlum þekkingu í samræmi við mismunandi þarfir starfsfólks. Vel þjálfað og upplýst starfsfólk tryggir vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónustu. Við nýtum tækni til að efla þekkingu og bæta verklag. Áhersla er lögð á að starfsfólk geti vaxið í starfi og það er hvatt til að afla sér þekkingar.
Liðsheild
Samskipti eru opin og einkennast af trausti, jákvæðu viðmóti, hjálpsemi og virðingu. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Við höfum gaman í vinnunni með fræðandi og skemmtilegum viðburðum.
Starfsfólk vinnur eftir siðareglum ÁTVR.
Stefnan er í gildi frá 1. maí 2020