Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Kjötið látið liggja í teriyakisósunni og límónusafanum að lágmarki í um 1 klst.
  2. Kengúran þarf stuttan eldunartíma, um 1 mín. á hvorri hlið þar til hún er rare/medium rare.

 

SALAT
Öllu blandað saman.

 

PEKANHNETUR

  1. Púðursykur bræddur í vatni uns karamella myndast. Pekanhnetunum velt uppúr karamellunni og þær skornar í smærri bita þegar þær hafa kólnað.

 

LÍMÓNUTERIYAKISÓSA

  1. Hvítvínsedik, vatn og sykur soðið saman og látið kólna.
  2. Blómkálið skorið í bita og látið liggja í edikleginum í 10-15 mín.
  3. Salati, blómkáli og pekanhnetum blandað saman.
  4. Kengúran skorin í þunnar sneiðar og sett út á.
  5. Límónuteriyakisósu dreypt yfir salatið eftir smekk.

 

VÍNIN MEÐ
Með kengúrusalati er að sjálfsögðu vín frá Ástralíu. Með sætkrydduðum mat eins og þessum er einnig gott að nota kröftugan bjór en ekki of humlaðan þar sem það virkar ekki vel með sætunni. Porter og Stout henta vel með þessum rétti en einnig bragðmeiri öltegundir eins og t.d. „barleywine“.