Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Mikilvægt er að taka kjötið út tímanlega svo að það sé ekki ískalt þegar eldun hefst.
  2. Nuddið kjötið með hráum hvítlauk og fersku garðablóðbergi.
  3. Kjötið má annaðhvort grilla eða pönnusteikja og klára svo eldunina í ofni.
  4. Best er að elda lundina upp í kjörhitastig 58-60°C.
  5. Mikilvægt er að láta kjötið síðan hvíla í 5-10 mínútur. 

 

POLENTA

  1. Fyrstu þrjú hráefnin eru soðin vel saman í potti þar  til kekkjalaus og polentan er  ekki lengur kornótt.
  2. Síðan er  potturinn tekinn af hitanum og restin af smjörinu og osturinn  hrært saman við.
  3. Smakkað til með salti. 

 

CONFIT HVÍTLAUKUR

  1. Olía og laukur er látið krauma saman í potti.
  2. Hitinn er hafður hár í byrjun og síðan lækkaður alveg niður og látið malla þar til laukurinn er alveg mjúkur og gullinn. 

 

Rétturinn er borinn fram með sósu að eigin vali og bláberjasultu.

 

VÍNIN MEÐ
Góð vín með lambi er hægt að finna í öllum vínlöndum en hér látum við polentuna leiða okkur til Ítalíu. Einnig hentar dökkur lager vel með þessum rétti.