Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fjórir nýjir vínráðgjafar!

09.02.2024

Starfsfólk í Vínbúðunum útskrifast úr Vínskóla Vínbúðanna þar sem það fær vandaða fræðslu í vínfræðum til þess að vera sem best til þess fallið að svara spurningum og aðstoða viðskiptavini. Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa síðan enn yfirgripsmeiri þekkingu eftir að ljúka “level 3” prófi frá Wine and Spirits Education Trust (WSET), en ÁTVR hefur kennsluréttindi til að annast námskeiðahald þeirra hér á landi.

Þorrinn

24.01.2024

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum.

Þorrabjór 2024

15.01.2024

Nú er þorrinn á næsta leiti og sala hafin á þorrabjór í Vínbúðunum, en upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 26. janúar. Í ár er áætlað að um 25 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.

Sala ársins 2023

08.01.2024

Alls seldust um 23,7 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2023. Til samanburðar var sala ársins 2022 rúmlega 24 milljón lítrar og því um 2% minni sala nú en í fyrra..

Taktu þátt í stuttri könnun

28.12.2023

Vínbúðin hefur í áratugi lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti og við viljum gera sífellt betur. Nú er unnið að verkefni sem snýr að því að forgangsraða sjálfbærniviðfangsefnum okkar með þátttöku helstu hagaðila.

Gleðilega hátíð!

19.12.2023

Á höfuðborgarsvæðinu verður opið í flestum Vínbúðum föstudaginn 22. des. frá 11-19 og á Þorláksmessu (lau) frá 11-20. Opið er lengur á Dalvegi, Álfrúnu (Hafnarfirði), Kringlu, Skeifu og Smáralind, eða til kl. 22.00 á Þorláksmessu. Vakin er athygli á því að lokað er á aðfangadag og gamlársdag þar sem Vínbúðum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum.

Sjáumst á samfélagsmiðlum!

17.11.2023

Þar sem það er fátt sem veitir okkur hjá Vínbúðinni jafn mikla ánægju og það að deila með öðrum þekkingu og reynslu ætlum við að nýta okkur samfélagsmiðla til að eiga öflugri og enn betri samskipti við viðskiptavini okkar.

Samhugur með Grindvíkingum

11.11.2023

Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur sem þurftu að rýma bæinn vegna jarðskjálfta og eldgosahættu. Starfsfólk okkar er komið í öruggt skjól. Eins og gefur að skilja er Vínbúðin lokuð.

Skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

23.10.2023

Þriðjudaginn 24. október, hafa fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks boðað til kvennaverkfalls. Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf og taka þátt í baráttudeginum. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar þótt búast megi við skertri þjónustu. Ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum, á meðfylgjandi lista sem verður uppfærður má sjá Vínbúðir sem verða lokaðar.

Jólabjórinn í sölu 2. nóvember

17.10.2023

Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. nóvember. Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt lukku, ekki síst jólavörurnar, enda gaman að breyta til og smakka nýjar tegundir. Margir eru áhugasamir um þá flóru sem í boði er, en gert er ráð fyrir að um 120 jólavörur verði í sölu þetta árið.