Tóbak

Athugið að tóbak er eingöngu selt í heildsölu til þeirra sem hafa tilskilin leyfi.

>PANTA TÓBAK 

 

Hentugast að panta rafrænt

Við hvetjum alla til að panta tóbak rafrænt, en það er mjög einfalt á vefnum okkar og kostur að geta séð strax hvað er til á lager á hverjum tíma. 
Til að nálgast lykilorð hafið samband við söludeild (solumenn@vinbudin.is eða í síma 560 7700).
 

Breyting á prentuðum lista

Þeir sem ekki hafa tök á að panta rafrænt og þurfa að prenta út tóbakspöntunarlista fara nú beint inn í listann á vefnum og smella þar á prenthnapp. 

 

Afhending 

Viðskiptavinum ÁTVR býðst að fá tóbakspöntun sína senda einu sinni í viku að jafnaði á sölustaði með tóbakssöluleyfi. 

  • Keyrt er út á milli klukkan 09:00 og 16:30 alla virka daga. Ekki má afhenda tóbak aðilum yngri en 18 ára.
  • Pöntun þarf að berast sólarhring fyrir útkeyrslu og greiðsla eigi síðar en klukkan 09:00 á útkeyrsludaginn ef ekið er út fyrir hádegi en fyrir kl 12:00 ef ekið er út eftir hádegi.
     

Skilareglur

Hægt er að skila öllu tóbaki í óopnuðum pakkningum sem telst heilt og óskemmt. Skilafrestur er 30 dagar gegn framvísun reiknings.

 

Söludeild tóbaks 

Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sími: 560-7720 Fax: 560-7728
Söludeildin er opin alla virka daga 8:30-16:00