Bragðlýsing
Ljósrafgullið. Létt fylling, ósætt, sýruríkt, miðlungstannín. Þroskuð epli, eplakjarni, hýði , sveit.
Bragðflokkur: Létt og ósætt
Vín í einfaldari kantinum sem renna ljúflega niður og njóta sín
best þegar þau eru ung, til dæmis Torrontes og Pinot Grigio.
Náttúruvín
Náttúruvín eru hugtak yfir vín sem eru framleidd á náttúrulegan hátt þar sem tækni í víngerð er sparlega notuð, án tilbúins gers og með lítilli eða engri viðbót aukefna á borð við súlfít. Ekki eru til almennar reglur um náttúruvín og þess vegna er það framleiðandi sem ákveður hvort vín kallist náttúruvín.
Náttúruvín geta verið skýjuð eða gruggug og stundum lítillega freyðandi. Þau geta verið súr og haft áberandi oxunartóna. Hvítvín geta verið tannísk. Ofangreindir þættir sem teldust gallar í venjulegum vínum geta verið réttir eiginleikar í mörgum náttúruvínum.
Hér er um að ræða vín sem henta vel í móttökur og léttan pinnamat. Þessi vín eru góð með grænmetisréttum og léttari mat.
Hvítvín eru best kæld í 10-12°C. Sætari hvítvín má bera fram kaldari. Vín við stofuhita þarf um það bil 2 tíma í kælingu.