Sérpöntun

Hægt er að kaupa sérpantaðar vörur í Vefbúðinni. Markmiðið er að bjóða fjölbreytt vöruúrval en auk þess úrvals sem fæst í Vínbúðunum er það enn fjölbreyttara í hér á vefnum.

Allar sérpantaðar vörur birtast með viðeigandi tákni í Vefbúðinni:  

Viðskiptavinir hafa kost á að kaupa þær í bland við vörur sem þegar eru til sölu í Vínbúðunum. Sérpantaðar vörur geta tekið lengri tíma í afhendingu, en ekki er lagt aukagjald ofan á slíkar vörur. Ef pöntun úr Vefbúðinni inniheldur bæði vöru sem þegar er til í Vínbúðunum og sérpantaða vöru, fær viðkomandi tvö pöntunarnúmer og getur valið um að sækja pantanirnar í sitthvoru lagi.

Athugið að ekki er hægt að skila sérpantaðri vöru.

Allar ábendingar eða beiðni um aðstoð er hægt að senda á vinbudin@vinbudin.is