Greinar

Freyðivín

Um hátíðarnar er algengt að framreiddar séu þriggja rétta máltíðir. Forréttir og freyðivín stuðla ekki bara saman heldur parast einstaklega vel saman. Freyðivín hentar vel með fiskmeti, eins og t.d. laxi og skelfiski, hvort sem það er hrátt, eldað eða í súpu. Lambrusco er gott með parmaskinku, parmesan osti og balsamik ediki. Ferskur aspars, léttsteiktur á pönnu, með parmesan osti og smá salti er eitthvað sem gott freyðivín ræður vel við. Svo má nú ekki gleyma öllum ostunum.

Lesa nánar

Lífsvatnið

Orðið aquavit/akvavit kemur úr latínu (aqua vitae) og þýðir bókstaflega vatn lífsins og er fyrst getið á Norðurlöndunum á 14. öld. Ákavíti eru vinsæl við hátíðartilefni í Skandinavíu og norður-Þýskalandi.

Lesa nánar

Islay viskí

Nú þegar vetrarlægðir byrja að hamra á hverju húsi landsmanna er ekki seinna vænna að huga að þeim hágæða drykkjum sem geta hlýjað okkur um hjartarætur og leitt hugann að einhverju öðru en kuldanum sem fylgir vetri. Brandí, sér í lagi koníak, hefur verið vinsæll kostur hér á landi um árabil, sérstaklega yfir hátíðirnar. Viskí hefur einnig verið vinsælt val, sérstaklega á undanförnum árum þar sem við höfum séð mikla aukningu í sölu og áhuga á skoskum einmöltungum.

Lesa nánar

IPA

Ýmislegt bendir til þess að bjórsmekkur neytenda og framleiðanda sé að ganga í gegnum breytingaskeið, sér í lagi hvað varðar gríðarlega beiska IPA bjóra. Reyndar virðist það fara eftir því hvar maður er staddur í heiminum þar sem vinsældir og „trend“ eru að sjálfsögðu breytileg eftir löndum og heimsálfum.

Lesa nánar

Súrbjórar

Súrbjórar hafa verið framleiddir í hundruði ára. Í raun er ósanngjarnt að kalla súrbjóra einfaldlega súrbjóra vegna þess að fjölbreytileikinn er mikill, sér í lagi á undanförnum árum þar sem framleiðendur hafa verið að víkja frá hefðbundnum stílum og eru byrjaðir að leika sér að því að brugga ýmis afbrigði af þessum bjórum. Frægustu súrbjórar heims koma frá Belgíu og Þýskalandi þar sem Lambic bjórarnir frá Brussel og nágrenni, og flæmska rauð- og brúnölið eru að mati margra bjórspekinga einhverjir áhugaverðustu bjórar heims.

Lesa nánar

Lager – á léttu nótunum

Já lager. Þessi gyllti gangráður bjórheimsins virðist ekki vera að fara neitt. Meirihluti neytenda kaupir sér lagerbjór þegar farið er í vín/bjórbúðir, ekki bara hér á Íslandi heldur alls staðar í heiminum. Það er því ekkert skrýtið að handverksbrugghús erlendis sem og hér heima eru farin að huga aftur að gamla góða lagernum. En lagerbjór er ekki bara lagerbjór.

Lesa nánar

Bjór og matur

Rauðvín með steikinni, hvítvín með laxinum og sætvín með eftirréttinum. Svo þömbum við bjórinn þegar partýið byrjar. Þetta eru reglurnar.

Lesa nánar

Þroskaðir bjórar

Nú þegar „sumarið“ er á síðustu metrunum áður en haustlægðirnar byrja að hamra á gluggum landsmanna er kannski verðugt að kíkja niður í kjallara (í mínu tilviki geymslu). Athuga hvort ekki leynast nokkrir bjórar sem yljað geta manni um hjartarætur. Ferskur, léttu Pilsner, Pale Ale og IPA bjórarnir sem runnið hafa niður kverkarnar yfir sumartímann heyra nú brátt sögunni til og maður byrjar að horfa til bjóra sem koma af stað hárvexti á bringunni.

Lesa nánar

Lyon

-HJARTA MATARMENNINGAR FRAKKLANDS-
Um borgina Lyon renna tvær ár, Rhone og Saone, reyndar segja gárungar að árnar séu þrjár, að sú þriðja sé Beaujolais. Vínin frá því svæði og Rhone eru gjarnan í boði á veitingahúsum Lyon. Borgin er vel staðsett á milli þessara tveggja vínræktarsvæða. Lyon er þægileg borg, snyrtileg, með allt til alls og fullt af sögulegum minjum. Það má nefna að Claudius, fyrsti rómverski keisarinn sem fæddur var utan Ítalíu, fæddist í Lyon. 1528 fannst bronstafla með áletraðri ræðu Claudiusar, í víngarði á Croix-Rousse hæðinni. Í dag er þar einn stærsti útimarkaður í Lyon sem gaman er að rölta um.

Lesa nánar

Náttúruvín

Vínheimurinn er gríðarstór og margt sem velkist um í honum sem nær ekki endilega á strendur þessarar eyju sem við köllum Ísland. Undanfarið hefur rekið á fjörur okkar nýjung, eða gömlung, sem kallast náttúruvín eða natural wine á ensku.

Lesa nánar