Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Taco með grísahnakka, mangósalsa og avókadómauki

Múlakaffi

4 sneiðar grísahnakki
4 tortilla-kökur

Þurrkrydd á grísahnakka
5 msk. púðursykur
2 msk. salt
1 tsk. kúmen
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
½ tsk. cayenne pipar
3 tsk. paprikuduft
1 tsk. reykt paprikuduft
1 tsk. svart pipar, grófmalaður 

Kryddið grísahnakkana með þurrkryddinu á alla kanta og leyfið að standa í að minnsta kosti 15 mín. Grillið kjötið þangað til það er fulleldað.

Mangósalsa
1 stk. mangó
1 stk. rauðlaukur
1 stk. rauð paprika
8 stk. kirsuberjatómatar
1 stk. límóna, börkur og safi
1 stk. rauður chili 
½ búnt kóríander
1 msk. minta 
Salt 
Pipar
Ólífuolía
Eplaedik

Allt skorið fínt og hrært saman í skál. Smakkað til með salti, pipar olíu og ediki.


Avókadómauk
2 stk. mjúk avókadó
3 msk. sýrður rjómi
1 stk. límóna, safi og börkur
Salt

Sett saman í matvinnsluvél og smakkað til með salti.

Rétturinn parast vel með pale ale, ipa, pilsner og amber ale