Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Súrdeigspizza með mozzarella, eplum, lífrænu hunangi og heslihnetum

Súrdeigspizza með mozzarella, eplum, lífrænu hunangi og heslihnetum

Hægt er að búa til súrdeigspizzur úr sömu uppskrift og notuð er fyrir súrdeigsbrauðið með því að nota aðeins minna vatn, eða 700 g í stað 750 g. Notið líka 150 g af semolina hveiti með 850 g af hveiti í stað þess að nota heilhveiti. Úr þessu magni fást um 9 pizzur.

Í eina 12 tommu pizzu fara u.þ.b. 215 g af deigi.

Vinsælasta pizzan á The Coocoo´s Nest er með eftirtöldu áleggi:

Ferskur mozzarella

Gráðaostur

Þunnt skornar eplasneiðar

Lífrænt hunang

Ristaðar heslihnetur

Saxað spínat eða klettasalat

Aðferð: Osturinn og eplin eru bökuð á pizzunni en hunangið, hneturnar og grænmetið sett á pizzuna um leið og hún er tekin úr ofninum.

Ávaxta- og kryddbjór

 

Hér er tilvalið að nota ávaxta og kryddbjóra, eða jafnvel léttan og ferskan hveitibjór