Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lambaborgari

Grillmarkaðurinn

Fyrir 4

  • 600 g lambahakk
  • 2 egg
  • 8 msk. pankó brauðraspur
  • 2 msk. dijon sinnep
  • 4 msk. tómatsósa
  • 2 msk. dill, fínt saxað
  • 1 msk. Worcestershire sósa Salt og pipar 8 sneiðar beikon 12 kirsuberjatómatar 8 sneiðar Havartí ostur 4 salatblöð 4 stk. hamborgarabrauð (Brioche) 

Blandið saman hakki, eggjum, brauðraspi, sinnepi, tómatsósu, dilli og Worcestershire sósu í skál. Kryddið með salti og pipar. Mótið í fjóra jafn stóra hamborgara. Grillið á miðlungsheitu grilli í 6-8 mínútur á hvorri hlið. Grillið líka beikonsneiðar og kirsuberjatómata á sama tíma. Þegar hamborgararnir eru að verða klárir setjið þá ostsneiðarnar ofan á og leyfið ostinum að bráðna. 


SÆT SINNEPSSÓSA

  • 8 msk. majónes
  • 4 msk. sætt sinnep

Blandið saman og notið sem sósu á hamborgarana.

Þessi uppskrift er frá Grillmarkaðnum

 

VÍN SEM HENTAR
Með lambaborgaranum er tilvalið að finna gott Rioja eða Bordeaux rauðvín, en góður Malbec kemur líka vel til greina.