
2 kg kjúklingavængir
4 l vatn
150 g salt
Hrærið saman salti og vatni í skál þangað til að saltið er uppleyst. Skerið kjúklingavængina í tvennt og leggið í saltvatnið í að minnsta kosti 2 klst.
Sósa
1 msk. engifer, saxað
3 msk. hvítlaukur, saxaður
100 ml Mirin
100 ml sojasósa
100 ml appelsínusafi
Börkur af 1 appelsínu
3 msk. gerjað kóreskt chili-mauk
1 tsk. Shriracha sósa eða Sambal Oelek
3 msk. púðursykur
2 msk. hrísgrjónaedik
1 msk. sesamolía
Setjið engifer og hvítlauk í pott og steikið þangað til mjúkt. Hellið öllu hinum innihaldsefnunum yfir og látið sjóða í 2-3 mín. Setjið sósuna til hliðar.
Deig til að steikja vængina
2 dl hveiti
2 dl maizenamjöl
½ l vatn
1 tsk. salt
Hrærið öllu saman.
Til skrauts:
2 msk. sesamfræ
1 búnt vorlaukur
Aðferð:
Kjúklingavængirnir eru teknir úr saltvatninu og þerraðir dálítið áður en þeir eru settir í deigið til djúpsteikingar. Steikið vængina, nokkra í einu, í 160°C heitri olíu í 4-5 mín. eða þangað til að þeir taka á sig smá lit. Setjið á viskustykki til að þerra. Steikið vængina aftur í 180°C heitri olíu þar til þeir verða gullnir á lit. Setjið þá síðan beint í sósuna og blandið öllu vel saman. Setjið í skál og skreytið með ristuðum sesamfræjum og fínt skornum vorlauk.
Þessi réttur parast vel með blonde, belgískum wit og berliner weisse