Humar
- 12 stk. humarhalar
- Olía
- 1 hvítlauksgeiri
- Salt
Aðferð:
Kremjið hvítlauk og setjið í olíu, gott er að gera þetta deginum áður. Pillið humarinn og hreinsið. Veltið honum upp úr hvítlaukolíu. Hitið grillið vel og grillið humarinn á bakinu í u.þ.b. 3-4 mínútur. Saltið og penslið með hvítlauksolíu.
Hvítlauks-kóríander-sósa
- 200 ml majónes
- 200 ml sýrður rjómi
- 1 hvítlauksgeiri
- ½ búnt ferskur kóríander
- Safi úr 1 límónu
- Salt & pipar
Aðferð:
Kremjið hvítlaukinn, saxið kóríander og blandið saman í skál ásamt límónusafa. Bætið majónesi og sýrðum rjóma saman við. Hrærið allt saman og smakkið til með salti og pipar.
Döðlur
12 stk. steinalausar döðlur
Aðferð:
Skerið í strimla
Sultaður rauðlaukur
- 4 stk. rauðlaukur
- 200 g flórsykur
- Safi úr 3 sítrónum
Aðferð:
Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið í ílát ásamt flórsykri og safa úr sítrónum. Lokið ílátinu og látið liggja yfir nótt.
Þessi uppskrift var gefin út í tilefni freyðivínsþema í Vínbúðunum. Ef eitthvað hentar vel með freyðivíni / kampavíni þá er það humar. Með þessum rétti kjósum við að bera fram freyðivín, vilji maður lúxus þá er kampavín það rétta. Þessi vín eru öll ósæt, ef þið viljið smá sætu, þá er það ekki bannað. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.
Uppskriftin er frá:


Pétur Lúkas Alexson,
vaktstjóri a sjávargrillinu