Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Spínatsalat með grilluðum lambalundum

Grillmarkaðurinn

Fyrir 4

 • 400 g lambalundir
 • 6 stk. döðlur
 • 150 ml sojasósa
 • 1 hvítlauksrif
 • 100 ml vatn 

Setjið sojasósu í pott ásamt döðlum, fínt söxuðum hvítlauk og vatni. Fáið upp suðu og maukið döðlurnar vel. Kælið marineringuna og hellið síðan yfir kjötið. Marinerið í 1 klst. eða lengur. Grillið lambalundirnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

SALAT

 • 1 poki spínat
 • Fræ úr ¼ granatepli
 • 1 poki litlar mozzarella kúlur  (eða 1 stór kúla skorin niður)
 • 4 msk. steiktur laukur
 • 2 mandarínur (eða mandarínur í dós)

Skolið spínatið vel og setjið í skál ásamt restinni af hráefninu. Veltið öllu upp úr salatdressingunni. Skerið lambið niður og bætið út í salatið. 

 

MYNTU OG KÓRÍANDER SALATDRESSING

 • ½ búnt mynta
 • ½ búnt kóríander
 • 2 skalottlaukar
 • 2 msk. eplaedik
 • 150 ml ólífuolía 

Setjið allt í blandara og blandið vel saman. 

Þessi uppskrift er frá Grillmarkaðnum

 

VÍN SEM HENTAR

Með salatinu er kjörið að drekka gott hvítvín frá Alsace, það má alveg vera með sætu ef þess er óskað. Rósavín á mjög vel við, en fyrir þau sem vilja rautt þarf að gæta þess að vínið sé ekki þungt. Rioja Crianza, Pinot Noir eða annað rauðvín í léttari kantinum er góður kostur.