Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sumarkokteilar

Sumarið á Íslandi er óáreiðanlegt og sólin stoppar oft ekki lengi við í einu. Íslendingar eru því sérfræðingar í að nýta sérhvern sólardag til að lyfta sér upp og njóta sólargeislanna í botn, skella steik á grillið og slá upp garð- eða sólpallaveislum með litlum fyrirvara. Mörgum finnst þá gaman að prófa sig áfram með litríka og ferska kokteila og hér eru uppskriftir af þremur sem gaman væri að prófa þegar sólin lætur sjá sig næst. Mikið úrval af fjölbreyttum og ljúffengum kokteiluppskriftum, jafnt áfengum sem óáfengum, er einnig að finna hér á síðunni. 

 

Shark Bite

 

Shark Bite

5 cl kókosromm
1 cl blue quracao
9 cl ananassafi
Skreytt með sítrónubát eða ananassneið

Setjið vökvann í hristara með klaka og hristið vel.
Fyllið glas með muldum klaka og hellið blöndunni yfir.
Skreytið með sítrónubát eða ananassneið.

 

 

 

 

 

 

Hindberjacello

Hindberjacello

4 cl Limoncello
12 cl Sprite eða Seven-up
½ dl fersk hindber
2-3 mintulauf 

Hellið Limoncello í glas og fyllið upp með gosinu. Skreytið með hindberjunum og mintu

 

 

 

Miðnætursól

Miðnætursól

6 cl kókosromm
6 cl ananassafi
2 cl grenadine

Setjið klaka í glas og hellið kókosrommi og ananassafa þar í og hrærið í. Haldið svo matskeið við glasbarminn innanverðan og hellið grenadininu þar í, þannig að sírópið renni niður glasið og á botninn, án þess að blandast saman við. Skreytið með ferskum berjum eða ananas.

 

 Páll Sigurðsson vínráðgjafi

Páll Sigurðsson
vínráðgjafi